Dagbók: júlí 2000

Sunnudagur 30.7.2000 - 30.7.2000 0:00

Flaug til Parísar og ók þaðan í Corréze-héraðið.

Laugardagur 29.7.2000 - 29.7.2000 0:00

Snorrastofa opnuð, kom það í minn hlut að þakka Norðmönnum höfðinglega gjöf þeirra. Um kvöldið vorum við Rut gestgjafar í veislu til heiðurs norsku konungshjónunum í nýjum sal Reykholtsskóla.

Miðvikudagur 26.7.2000 - 26.7.2000 0:00

Fór klukkan 16.00 í Hafnarborg í Hafnarfirði og skoðaði þar einstæða sýningu gamalla franskra ljósmynda frá Íslandi með franska sendiherranum.

Sunnudagur 9.7.2000 - 9.7.2000 0:00

Opnaði síðdegis íslenskunámsvefinn Braga við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur, en hann er samstarfsverkefni Námsflokka Reykjavíkur og Humboldt-háskólans í Berlín.

Laugardagur 8.7.2000 - 8.7.2000 0:00

Fórum í Skálholt og tókum þátt í hátíðardagskrá við upphaf Sumartónleikana þar, sem halda nú upp á 25 ára afmæli sitt og flutti ég ávarp af því tilefni. Snæddum síðan höfðinglegan miðaldakvöldverð í Skálholtsskóla.

Fimmtudagur 6.7.2000 - 6.7.2000 0:00

Fórum austur fyrir Fjall og heimsóttum skemmtilegar listsýningar á Eyrarbakka og Selfossi auk þess sem við heimsóttum Sögsetrið á Hvolsvelli, sem byggist á Njálssögu.

Þriðjudagur 4.7.2000 - 4.7.2000 0:00

Fór í Perluna síðdegis og skoðaði sýningu Tedda.

Sunnudagur 2.7.2000 - 2.7.2000 0:00

Vorum komin að Alþingishúsinu klukkan 08.00 en þaðan héldu ráðherrar og makar í rútu klukkan 08.15, Nesjavallaleið. Ferðin gekk vel og áðum við þegar komið var að Nesjavöllum og sá yfir spegilslétt Þingvallavatn í morgunsólinni. Fórum ekki utan þjóðvegar síðasta spottann frá Gafningsvegi að Haki en komum þangað um 09.40 og gengum síðan klukkan 10.00 niður Almannagjá á þingpall. Klukkan var rúmlega 17.30 þegar við héldum frá Hakinu og ókum við hina venjulegu Þingvallaleið til baka, því að umferðin var greið, og komum við að þinghúsinu um klukkan 18.30. Var nokkur annar bragur á þessari heimferð en 1994, þegar hún tók óralangan tíma ekki síst vegna þess að rútan var föst inni á hátíðarsvæðinu sjálfu, þar sem ekki var unnt að hreyfa sig vegna gangandi mannfjölda. Nú var öll umferð bönnuð inni á hátíðarsvæðinu sjálfu og skipulag var þannig, að bifreiðum var ekki lagt með þeim hætti við þjóðveginn, að ekki væri unnt að aka fram hjá þeim.

Laugardagur 1.7.2000 - 1.7.2000 0:00

Héldum til Þingvalla klukkan 9.30, fórum Nesjavallaleið samkvæmt akstursleyfi, umferðarþungi kallaði þó alls ekki á að við færum þessa leið og við ókum ekki utan þjóðvegarins á nýrri varaleið frá Grafningsafleggjara að Hakinu. Vegna þessa akstursleyfis máttum við halda aftur til Reykjavíkur fyrir klukkan 17.00 og gerðum við það rúmlega 16.00 og fórum nú utan þjóðvegar vegna þess að einstefna austur var á leiðinni frá Reykjavík.