19.12.2002 0:00

Fimmtudagur 19. 12. 02

Fyrir hádegi var ég heima hjá mér að búa mig undir fund borgarstjórnar síðdegis, þar sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 var til annarrar umræðu, einnig hóf ég að skrifa minn vikulega vettvang í Morgunblaðið.

Blaðamenn hringdu til að fá afstöðu mína til ákvörðunar Ingibjargar Sólrúnar, sem hún kynnti daginn áður. Ég sagðist ekki vilja segja neitt, þar sem ég vildi vita, hvað gerðist á fundi borgarfulltrúa vinstri/grænna og framsóknar, sem hafði verið boðaður þennan morgun.

Í hádegisfréttum hljóðvarps ríkisins var lesin yfirlýsing borgarfulltrúa v/g og Samfylingarinnar, strax að lestri loknum hringdi fréttamaður í mig og sagðist ég skilja yfirlýsinguna á þann veg, að gerð væri krafa um að Ingibjörg Sólrún hyrfi úr stóli borgarstjóra eða hætti við þingframboð.

Umræðurnar um fjárhagsáætlunina voru í borgarstjórn frá kl. 14.00 til rúmlega 22.00. R-listamenn forðuðust að ræða um uppnámið innan eigin raða.