5.4.2008 22:40

Laugardagur, 05. 04. 08.

Nú eru æ fleiri að átta sig á því, að lausnin á vandanum í miðborg Reykjavíkur byggist ekki á því einu að efla þar löggæslu. Lögrergla glímir við einkennin en ekki sjúkdóminn sjálfan. Hann á sér félagslegar og skipulagslegar rætur. Borgaryfirvöld fara þar með úrslitavald. Er fagnaðarefni, að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur greinilega góðan skilning á forystuhlutverki Reykjavíkurborgar í þessu efni. Þá hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, látið verulega að sér kveða til að snúa vörn í sókn.

Nú hef ég séð enn eina Óskarsverðlaunamynd ársins La Vie en Rose um ævi Edith Piaf og mæli eindregið með henni. Marion Cotillard, fædd í Frakklandi 1975, hefur unnið Óskarsverðlaun, BAFTA-verðlaun, Golden Globe-verðlaun, Tékkneska ljónið og César-verðlaun fyrir leik sinn sem Edith Piaf.

Setti nýjan pistil á síðuna í dag.