8.7.2008 22:20

Þriðjudagur, 08. 07. 08.

Í fyrsta sinn síðan 3. júlí, þegar málið, sem kennt er við Paul Ramses frá Kenýa, kom til opinberrar umræðu, var það rætt á stjórnmálavettvangi í dag. Í morgun fór ég yfir staðreyndir málsins á fundi ríkisstjórnarinnar. Síðdegis sátu fulltrúar útlendingastofnunar og ráðuneytisins fund allsherjarnefndar alþingis.

Í gær skýrði Katrín Theodórsdóttir lögfræðingur frá því, að hún mundi kæra ákvörðun útlendingastofnunar til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Kæran barst ekki í dag. Ég sagði hins vegar við fjölmiðlamenn eftir ríkisstjórnarfundinn, að innan ráðuneytisins yrði farið yfir málið frá upphafi til enda. Ég sagði einnig, þegar um var spurt, að ég hefði ekki komið að ákvörðun útlendingastofnunar og ekki vitað um hana, áður en hún var tekin. Þegar ég var spurður á þann veg, hvort ég hefði staðið að henni, sagðist ég ekki svara spurningum í viðtengingahætti.

Um nokkurra daga skeið hefur verið ráðist að mér, eins og ég hefði tekið þessa ákvörðun útlendingastofnunar. Er það jafnrakalaust og svo margt annað, sem um þetta mál hefur verið sagt á opinberum vettvangi. Ég hef ekki sagt neitt efnislega um málið og geri ekki, fyrr en í úrskurði ráðuneytisins, verði hans óskað. Ég kaus jafnframt að segja almennt sem minnst um málið að öðru leyti, þar til ég hefði haft tækifæri til að kynna sjónarmið mín á vettvangi ríkisstjórnarinnar.

Nú hefur málið bæði verið rætt í ríkisstjórn og allsherjarnefnd alþingis og hafa stjórnmálamenn fengið vitneskju um gang þess og einnig hefur þeim gefist færi á að ræða aðra þætti eins og Dublinreglurnar, en ég hallast að því að nota það orð framvegis um það, sem ýmist er nefnt Dyflinnarsamkomulagið eða Dublinsamkomulagið.

Meginregla þessara reglna er, að þeim, sem biður um hæli, skuli vísað til þess lands, þar sem hann kom fyrst inn á Schengensvæðið, hitt er er „derogation“ samkvæmt reglunum, að dvalarríki lands fjalli um hælisbeiðni. Ég skil ekki enn, að Eiríkur Bergmann Einarsson, Evrópufræðimaður í háskólanum á Bifröst, skuli halda fast við að framkvæma eigi þessar reglur með vísan til þess, sem er „derogation“. Er það kenning hans að reka eigi alþjóðasamninga á undanþáguákvæðum? Það kann að falla að þeirri skoðun hans, að Íslendingar fái einskonar undanþágu-aðild að Evrópusambandinu, en stenst einfaldlega ekki, þegar grannt er skoðað.

Jónas Kristjánsson hefur ritað um þetta mál af alkunnri óvild í garð þeirra, sem halda uppi lögum og rétti í landinu.

Á öðrum stað og síðar mun ég birta lesendum síðu minnar sýnishorn af heift Jónasar og ókvæðisorðum.

Nú heldur Jónas því fram, að ég hafi farið með rangt mál í frásögn minni af því, sem gerðist á óformlegum fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Cannes í Frakklandi mánudaginn 7. júlí. Það sé rangt hjá mér, að Frökkum hafi tekist að vinna ráðherrana á sína hörðu línu gegn innflytjendum og hælisleitendum. Byggi ég það meðal annars á þessari frásögn á vefsíðunni www.euobserver.com en þar segir frá ráðherrafundinum í Cannes á eftirfarandi veg undir fyrirsögninni (feitletranir í greininni eru mínar):

EU won over to France's hard line on immigration and asylum

RENATA GOLDIROVA

07.07.2008 @ 17:41 CET

EU interior ministers have thrown their weight behind French-drafted proposals that aim to give the 27-nation bloc new tools to crack down on clandestine migrants, rejecting concerns that they are erecting a wall around Europe.

"We can't leave immigration in complete disorder, it has to be organized," EU home affairs commissioner Jacques Barrot said on Monday (7 July), after a first informal meeting of 27 EU interior ministers under the French EU presidency.

Other member states have been won over to much of France's hard line on immigration. (Photo: AFM)

"It is necessary to have a Europe that is of course open, but a Europe with rules of the game, a Europe that remains a land of asylum, but that does that in a harmonised manner," Mr Barrot added, according to Reuters.

France, which holds the six-month EU rotating presidency for the second half of 2008, is pushing for a so-called European Pact on Immigration and Asylum - an agreement setting out common EU guidelines for how to cope with rising numbers of migrants wanting to make their home in Europe.

Brusselsofficials estimate that some eight million undocumented migrants are currently in the EU.

The French proposal suggests that the organisation of legal immigration be based on a state's needs and ability to welcome people. Those illegally staying in the EU could be forced to return to their home country.

Additionally, refugees seeking asylum will be to a greater extent required to apply for refugee status in advance of setting foot on European territory, although the EU claims it will also boost aid to those countries from which people tend to flee.

Finally, EU states should avoid legalising the situation of irregular immigrants by handing out residency permits en-masse. Both Italy and Spain have recently announced such general amnesties.

In the run up to Monday's ministerial meeting, Madrid was seen as most reluctant to embrace the French proposals, but changed its mind after France dropped the idea of compulsory integration contracts.

The contracts would have made it obligatory for immigrants to adopt so-called national and European values, as well as to take compulsory language lessons.

"We are satisfied. We believe that this recognises the major part of our model of immigration," Spanish interior minister Alfredo Perez Rubalcaba was cited as saying by AFP.

According to his German counterpart, Wolfgang Schaeuble, the EU has to "fight illegal immigration and supervise legal migration".

"I can't see any walls around Europe," the minister added.

The same message came from Luxembourg minister Luc Frieden, who said: "It's not about building a wall. Europe alone can decide who should enter. We should have drawn up a pact like this 10 years ago."

France wants the guidelines to be wrapped up by October so they can receive a final go-ahead from EU leaders meeting for their regular autumn summit.

Ég bendi lesendum síðu minnar að bera ofangreindan texta saman við það, sem Jónas Kristjánsson segir í þessu bloggi sínu:

„Björn Bjarnason innflytjendaráðherra fór með rangt mál við blaðamenn í gær. Sagði Evrópusambandið hafa samþykkt tillögu Frakklandsforseta um strangari meðferð innflytjenda. Sambandið felldi raunar allar tillögur Sarkozy um þetta. Í staðinn samþykkti sambandið í Cannes allt aðrar og vægari reglur. Þær fela í sér einföldun verka, svo að ákvarðanir taki styttri tíma. Áfram verður ríkjum heimilt að veita landvist af mannúðarástæðum. „Við erum ekki að breyta Evrópu í virki“, sagði Schäuble, innanríkisráðherra Þýzkalands. Björn fer oft rangt með staðreyndir, segir gjarnan það sem honum hentar.“

Þegar ég lít yfir umræður undanfarna daga, kemur mér mest á óvart, hvers vegna þeir, sem telja sig vera að verja málstað Pauls Ramses kjósa að gera það með svo miklum og mörgum ósannindum. Ég hvet þá eindregið til að vanda málflutning sinn meira og hafa það, sem sannara reynist.

Hlægilegasta ábendingin til mín kom frá Bjarna Harðarsyni, þingmanni Framsóknarflokksins, þegar hann sagði í grein í Morgunblaðinu 8. júlí:

„Björn Bjarnason, ber því nú við að hann geti ekki tjáð sig um efnisatriði þess þar sem þá verði hann vanhæfur til að úrskurða ef svo færi að nokkur maður vildi kæra úrskurð Útlendingastofnunar. Með sömu viðbáru getur ráðherra í raun alltaf komið sér undan því að tjá sig um málefni síns ráðuneytis. Viðbáran er haldlaus því vitaskuld er það enginn héraðsbrestur þó annar ráðherra verði að úrskurða í deilumáli. Hitt er mikill brestur í lýðræðinu ef ráðherra notar sér mögulegt og hugsanlegt vanhæfi til að skjóta sér undan pólitískri ábyrgð.“

Er það ekki einmitt til marks um að lýðræði virki, að það sé undir pólitískri ákvörðun komið, hver er endanleg niðurstaða máls sem þessa? Vissulega getur annar ráðherra komið í minn stað. En hvers vegna skyldi ég eiga að halda þannig á málinu, að ég verði vanhæfur? Ráðherrar eiga að haga störfum sínum orðum í samræmi við lög og reglur en hvorki eigin geðþótta né annarra, jafnvel ekki þingmanna Framsóknarflokksins.