22.9.2009

Þriðjudagur, 22. 09. 09.

Bændasamtökin hafa farið þess á leit við utanríkisráðuneytið, að í samskiptum við þau og almennt innan íslensku stjórnsýslunnar verði notuð íslenska til að undirbúa svör til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna 2.500 spurninga hennar. Fyrsta bréf sitt rituðu samtökin 11. september. Utanríkisráðuneytið hefur ekki enn svarað því. Kannski þurfa Bændasamtökin að skrifa ráðuneytinu á ensku, svo að það svari?