6.7.2010

Þriðjudagur, 06. 07. 10.

Eiríkur Bergmann Einarsson, Evrópufræðingur á Bifröst, fullyrðir, að Íslendingar hafi brotið gegn EES-samningnum með neyðarlögum og gjaldeyrishöftum. ESB sjái í gegnum fingur við okkur, af því að sótt hafi verið um ESB-aðild. Verði umsóknin dregin til baka, fáum við reiði ESB yfir okkur og jafnvel brottvísun úr EES.

Mér er óskiljanlegt, hvernig Eiríki Bergmann dettur þetta í hug. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur eftirlit með framkvæmd EES-samningsins, eins og síðast sannaðist með afskiptum hennar af Icesave-málinu.

Dæmigert er fyrir ESB-aðildarsinna, að þeir slá fram hvers kyns fullyrðingum, án þess að rökstyðja þær. Hvar skyldi Eiríkur Bergmann finna stoð fyrir fullyrðingum sínum um refsivald ESB yfir okkur vegna neyðarlaganna eð gjaldeyrishaftanna? Fréttamenn RÚV höfðu ekki fyrir því að spyrja hann um það, þegar þeir ræddu við hann á Morgunvakt RÚV í dag. Orðum hans var tekið, eins og hann hefði lög að mæla, þótt fráleitt væri.