21.1.2011

Föstudagur 21. 01. 11.

Á Evrópuvaktinni er sagt frá fundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem þrír ráðuneytisstjórar kynntu fyrir hagsmunaaðilum áform um að stofna atvinnuvegaráðuneyti og færa svonefnd nýtingarmál frá þeim til umhverfisráðuneytisins.

Augljóst er af frásögninni að Steingrímur J. Sigfússon vill að gengið verði á hlut Jóns Bjarnasonar og honum bolað úr ríkisstjórn. Niðurlagning á ráðuneyti Jóns væri aldrei komið á þetta stig án samþykkis Steingríms J. Þetta er önnur frétt Evrópuvaktarinnar um þessa hlið á ágreiningi vinstri-grænna. Það sýnir furðulegt áhugaleysi ljósvakamiðla um meginstrauma stjórnmálaþróunarinnar að fylgjast hvorki með umræðum um breytingar á stjórnarráðinu né um samskipti Íslands og ESB á sviði landbúnaðarmálum sem knýr á um brottför Jóns úr ríkisstjórninni að mati Samfylkingarinnar.