14.5.2021

Alþjóðlegir straumar um landbúnaðinn

Morgunblaðið, föstudagur 14. maí 2021.

Fyr­ir rúmri viku kynnti Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að haga vinnu á grund­velli umræðuskjals um land­búnað á 21. öld sem ber heitið Rækt­um Ísland! og við Hlé­dís H. Sveins­dótt­ir, ráðgjafi og verk­efna­stjóri, unn­um á liðnum vetri í umboði ráðherr­ans ásamt full­trú­um ráðuneyt­is hans, Sig­ur­geiri Þor­geirs­syni, fyrrv. ráðuneyt­is­stjóra, og Bryn­dísi Ei­ríks­dótt­ur, sér­fræðingi í ráðuneyt­inu.

Kristján Þór sagði að nú tæki við víðtækt sam­ráð um skjalið. Það ligg­ur á sam­ráðsgátt Stjórn­ar­ráðsins. Efnt verður til 10 op­inna funda um allt land í byrj­un júní þar sem hlustað verður eft­ir viðhorf­um fólks, hug­mynd­um og ábend­ing­um. Víðtækt sam­ráðið verður síðan nýtt við end­an­lega út­færslu land­búnaðar­stefnu fyr­ir Ísland. Tel­ur ráðherr­ann að „stærsta hags­muna­mál ís­lensks land­búnaðar nú um stund­ir“ sé að móta grein­inni stefnu.

Vissu­lega er mikið í húfi að mark­miðið um samþykkt land­búnaðar­stefnu ná­ist. Kristján Þór hef­ur beitt sér stig af stigi fyr­ir því í ráðherratíð sinni. Fyr­ir liggja skilagrein­ar frá þeim sem end­ur­nýjað hafa bú­vöru­samn­inga og sviðsmynd­ir unn­ar af KPMG. Var tekið mið af þeirri vinnu þegar við Hlé­dís feng­um er­ind­is­bréf okk­ar 15. sept­em­ber 2020 með ósk um að við skiluðum til­lög­um 31. mars 2021. Það tókst eft­ir meðal ann­ars 64 fundi með bænd­um, hagaðilum og sér­fræðing­um, að mestu um netið á Covid-tím­um.

Eft­ir fyrstu fund­ina og lest­ur fjölda gagna varð niðurstaða okk­ar að vinna verkið með þrjár meg­in­breyt­ur í huga og heyra álit viðmæl­enda okk­ar á því hvort þær væru skyn­sam­leg­ar, litið til framtíðar. Breyt­urn­ar eru: land­nýt­ing, lofts­lag og leikni (ný tækni og þekk­ing).

Fund­irn­ir og sam­ráðið efldi okk­ur í þeirri trú að við vær­um á réttri leið. Þess­ir þrír þætt­ir setja því sterk­an svip á 19 meg­in­at­riði sem eru dreg­in fram og rök­studd í skjal­inu. Hver sem les text­ann sér hins veg­ar að hann mót­ast mjög af fjórðu meg­in­breyt­unni sem skýrðist æ bet­ur eft­ir því sem leið að verklok­um: alþjóðleg­um straum­um.

IMG_3400

Mik­il­væg­ar skuld­bind­ing­ar

Bænd­ur gegna lyk­il­hlut­verki þegar litið er til margra þátt sem snerta alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar ís­lenskra stjórn­valda. Þar ber hæst mark­mið sem ann­ars veg­ar hafa verið sett í lofts­lags- og um­hverf­is­mál­um og hins veg­ar fel­ast í alþjóðleg­um og evr­ópsk­um viðskipta- og markaðssamn­ing­um.

Hér ber fyrst að nefna heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna frá ár­inu 2015 um sjálf­bæra þróun. Mark­miðin eru 17, þau taka til alls heims­ins og ber ríkj­um að ná þeim inn­an fimmtán ára eða fyr­ir 2030.

Í mark­miðunum er meðal ann­ars kveðið á um vernd­un, end­ur­heimt og sjálf­bæra nýt­ingu vist­kerfa, sjálf­bæra stjórn skóga, stöðvun jarðvegs­eyðing­ar, end­ur­heimt land­gæða, viðhald líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni, ör­ugga og sjálf­bæra orku á viðráðan­legu verði og að fæðuör­yggi sé tryggt.

Að öllu þessu er vikið á einn eða ann­an hátt í umræðuskjali okk­ar enda er aug­ljóst að þessi mark­mið nást ekki hér nema virkjaðir séu kraft­ar þeirra sem vinna að land­búnaði og þeim beint til þess­ar­ar átt­ar.

Sama blas­ir við í lofts­lags­mál­um. Íslensk stjórn­völd hafa að þjóðarétti skuld­bundið sig til að starfa inn­an reglu­verks sem miðar að því að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins frá 12. des­em­ber 2015, stöðva aukn­ingu á út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda á heimsvísu og halda hnatt­rænni hlýn­un inn­an við 2°C. Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, ESA, fylg­ist nú með fram­kvæmd Íslend­inga á þess­um skuld­bind­ing­um. Fram­kvæmd­in krefst miðlægr­ar þátt­töku bænda.

Eitt er að setja slík mark­mið og annað að vinna að þeim og ná mæl­an­leg­um ár­angri. Í lofts­lags­mál­um er óhjá­kvæmi­legt að styðjast við alþjóðlega viður­kennda staðla og vott­un, ann­ars verða ekki til verðmæti sem eru gjald­geng á alþjóðamarkaði til kol­efnis­jöfn­un­ar. Heima­smíðuð vott­un dug­ar hvorki sem viður­kenn­ing á ár­angri né til að verðleggja ávinn­ing af bind­ingu kol­efn­is.

Aðild að öfl­ugu alþjóðlegu vott­un­ar­kerfi stuðlar að verðmæt­um ár­angri og nýt­ist bænd­um við mat á fram­lagi þeirra.

 

Sam­eig­in­legi markaður­inn

Í umræðuskjal­inu er farið í saum­ana á áhrif­um EES-aðild­ar­inn­ar á ís­lensk­an land­búnað, snýr það að fram­kvæmd á samn­ing­um um lækk­un tolla og regl­um um varn­ir gegn því að dýra­sjúk­dóm­ar ber­ist til lands­ins. End­an­leg niðurstaða hef­ur ekki feng­ist í tolla­mál­in. Ekki hef­ur enn tek­ist að tryggja hæfi­legt jafn­vægi milli inn­flutn­ings á land­búnaðar­af­urðum og toll­kvóta. Íslensk­ir dýra­stofn­ar njóta hins veg­ar sér­stöðu og vernd­ar.

Í ár­daga Evr­ópu­sam­bands­ins var búið þannig um hnúta að staðinn yrði vörður um hag franskra bænda en bíla mætti fram­leiða í V-Þýskalandi svo að dreg­in sé upp ein­föld mynd. Varðstaða um bænd­ur og land­búnað hef­ur ávallt sett sterk­an svip á stefnu ESB og fram­kvæmd henn­ar eins og sést til dæm­is af því hve stór hluti út­gjalda á sam­eig­in­leg­um fjár­lög­um ESB renn­ur til stuðnings land­búnaði.

Í umræðuskjal­inu er bent á að í sátt­mála ESB um eig­in starfs­hætti sé gert ráð fyr­ir að víkja megi frá sam­keppn­is­regl­um hvað varðar fram­leiðslu og viðskipti með land­búnaðar­af­urðir. Land­búnaðar­stefn­an hafi for­gangs­áhrif gagn­vart sam­keppn­is­regl­um. Á sviði ESB-land­búnaðar er sam­keppni ekki mark­mið í sjálfu sér held­ur er hún tæki til að ná mark­miðum land­búnaðar­stefn­unn­ar. Þá er lögð áhersla á mik­il­vægi sam­taka fram­leiðenda til að ná þess­um mark­miðum enda er sterk hefð fyr­ir sam­eig­in­leg­um fram­leiðslu- og sölu­sam­tök­um bænda í öll­um Evr­ópu­lönd­um.

Við bend­um á að fram­kvæmd ís­lenskr­ar land­búnaðar­stefnu ræðst í senn af starfs­skil­yrðum sam­kvæmt inn­lendri lög­gjöf og alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um. Ekki megi túlka alþjóðlegu skuld­bind­ing­arn­ar ís­lensk­um bænd­um og fram­leiðend­um í óhag eða hnykkja á þeim með sér­ís­lensk­um skil­yrðum. Á það bæði við um stór­fram­leiðend­ur og smáfram­leiðend­ur.

Við vitn­um til fram­leiðenda sem segja að reglu­verk um starf­semi þeirra hér sé strang­ara en í öðrum aðild­ar­ríkj­um EES. Í skjal­inu er ekki felld­ur neinn dóm­ur um þetta atriði.

Það fell­ur vel að því sem seg­ir í skjal­inu Rækt­um Ísland! að land­búnaðarráðherra hafi nú veitt leyfi til heimaslátr­un­ar. Rétt eins og ann­ars staðar í Evr­ópu þar sem er lög­mætt og lögð áhersla á að efla heima­fram­leiðslu standa eng­ar evr­ópsk­ar markaðsregl­ur gegn því að sama sé gert hér á landi.

Hér á landi er svig­rúm til að setja sér­stök lög og regl­ur í sam­ræmi við það sem talið er nauðsyn­legt til að inn­lend­ur land­búnaður standi af sér ytri sam­keppni enda sé með því stuðlað að bættri fram­leiðslu eða vöru­dreif­ingu, efld­ar tækni­leg­ar og efna­hags­leg­ar fram­far­ir og neyt­end­um tryggð sann­gjörn hlut­deild í þeim ávinn­ingi sem hlýst.

Til að ís­lensk­ur land­búnaður dafni í nýju alþjóðlegu um­hverfi er brýnt að alþingi samþykki regl­ur um sam­band ís­lenskra sam­keppn­islaga og land­búnaðar­stefnu sem sé í sam­ræmi við þarf­ir og aðstæður á hverj­um tíma. Íslend­ing­ar lúta ekki sam­eig­in­legri land­búnaðar­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins og þeir eiga ekki að búa eig­in land­búnaði verri starfs­skil­yrði en ráða inn­an ESB.