19.8.2023

Deigla norrænna öryggismála

Morgunblaðið, laugardag 19.ágúst 2023.

Í Arne­dal við Ska­gerrak um 260 km fyr­ir sunn­an Osló hef­ur í nokk­ur ár verið efnt til eins kon­ar þjóðfund­ar­viku síðsum­ars til að greina stöðu þjóðar­inn­ar inn á við og gagn­vart öðrum þjóðum.

Stian Jens­sen, skrif­stofu­stjóri Jens Stolten­bergs fram­kvæmda­stjóra NATO, ræddi í pall­borði þriðju­dag­inn 15. ág­úst hvað gerðist ef Úkraínu­menn ynnu ekki fullnaðarsig­ur á Rúss­um. Hann sagði rætt um að þeir ættu að sætta sig við ein­hvers kon­ar hlut­leysi. „Lík­legri lausn tel ég þó að þeir af­sali sér landi og fái NATO-aðild í staðinn.“

Þessi orð vöktu reiði hjá úkraínsk­um stjórn­völd­um. Jens­sen baðst af­sök­un­ar og sagðist hafa kom­ist illa að orði.

Jens Stolten­berg sat fyr­ir svör­um í Arnde­dal fimmtu­dag­inn 17. ág­úst. Hann sagði Jens­sen hafa leiðrétt mis­skiln­ing vegna klaufa­legra orða sinna. NATO stæði með Úkraínu­mönn­um, virti lands­yf­ir­ráðarétt þeirra og for­ræði varðandi alla samn­inga til að ljúka stríðinu. Mestu skipti að tryggja rétt­lát­an og var­an­leg­an frið og gef­ast ekki upp gagn­vart harðstjór­um. Norðmenn hefðu ekki gert það þegar ráðist var inn í land þeirra 9. apríl 1940. Lýðræði bæri að verja.

5c6545b627172e2f6cbcba4a3ddc1fb0Stian Jenssen og Jens Stoltenberg.

Mánu­dag­inn 14. ág­úst voru pall­borðsum­ræður í Arne­dal þar sem þátt­tak­end­ur voru fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Hægri­flokks­ins, Ine Erik­sen Sørei­de, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar stórþings­ins, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra Verka­manna­flokks­ins, Knut Stor­ber­get, formaður norsku varn­ar­mála­nefnd­ar­inn­ar 2021, og frá­far­andi for­stjóri norsku ut­an­rík­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, Ulf Sver­drup.

Þau ræddu nýj­ar aðstæður í nor­ræn­um ör­ygg­is­mál­um með hliðsjón af aðild Svía og Finna að NATO. Staða Nor­egs hefði breyst vegna þess að varn­ir Svía og Finna og Eystra­salts­svæðis­ins ættu nú mikið und­ir liðsflutn­ing­um og her­gögn­um sem kæmu í gegn­um Norður-Nor­eg. Rúss­ar fengju aðra hernaðarlega sýn á Nor­eg vegna þessa.

Knut Stor­ber­get sagði Norðmenn hafa til­hneig­ingu til að líta á allt sem gerðist í kring­um sig með hug­fari sem ein­kennd­ist af spurn­ing­unni: Hvað höf­um við upp úr þessu? Þeir yrðu hins veg­ar sjálf­ir að leggja sitt af mörk­um til að tryggja eigið ör­yggi.

Ulf Sver­drup sagði að þróun NATO boðaði sögu­leg um­skipti á Norður­lönd­un­um. Rúss­ar skiptu vissu­lega máli en fyr­ir nor­rænu rík­in væri mik­il­væg­ast að hlúa að ör­ugg­um sam­fé­lög­um þjóða sinna og aðild ríkj­anna að NATO væri liður í því.

Rót­tæk póli­tísk um­skipti í Svíþjóð og Finn­landi í ör­ygg­is­mál­um voru sögð sýna rót­tæk­an vilja til skjótra breyt­inga til að tryggja þjóðfé­lags­legt ör­yggi. Norðmenn væru óskilj­an­lega lat­ir þegar kæmi að svo stór­um ákvörðunum vegna breyt­inga á ytra um­hverfi.

Ine Erik­sen Sørei­de vildi að Evr­ópu­stefna Nor­egs yrði tek­in til skoðunar með aðild að ESB í huga. Norðmenn yrðu að styrkja stöðu sína til áhrifa á vett­vangi ESB. Þrjár millj­ón­ir Norðmanna hefðu ekki fengið tæki­færi til að segja álit sitt á ESB-aðild síðan hún var felld í þjóðar­at­kvæðagreiðslu 1994. Hægri­flokk­ur­inn reyndi nú að koma aðild­ar­mál­inu á dag­skrá aft­ur. Í at­kvæðagreiðslunni 1994 greiddu 52,2% Norðmanna at­kvæði gegn ESB-aðild.

Ulf Sver­drup taldi að Norðmenn hefðu það ein­fald­lega of gott til að hefja vanga­velt­ur um aðild að ESB. Hann sagðist vona að Norðmenn stofnuðu ekki enn einu sinni til umræðu sem tæki aðeins mið af ESB. Hún ætti frek­ar að snú­ast um hvers kon­ar sam­fé­lag Norðmenn vildu skapa sér.

Íslend­ing­um ber að fylgj­ast náið með öll­um nor­ræn­um umræðum um ut­an­rík­is- og varn­ar­mál. Sam­starf okk­ar og Norðmanna hef­ur verið náið á ár­un­um 75 sem liðin eru frá því að hug­mynd­in um nor­rænt varn­ar­banda­lag varð að engu og við geng­um í NATO árið 1949 með góðum stuðningi og hvatn­ingu frá Hal­vard Lange, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs.

Knut Stor­ber­get var dóms­málaráðherra Nor­egs þegar banda­ríska varn­ar­liðið hvarf héðan árið 2006 og fylgd­ist náið með ákvörðunum sem þá voru tekn­ar um að styrkja Land­helg­is­gæslu Íslands til sam­starfs við aðrar þjóðir.

Stor­ber­get sagði í Arne­dal að á ferðum norsku varn­ar­mála­nefnd­ar­inn­ar 2021 hefði verið rætt um 5. gr. NATO-sátt­mál­ans á þann veg að í henni fæl­ist að komið yrði Norðmönn­um til hjálp­ar á hættu­stund og vissu­lega mundi það ger­ast. Á hinn bóg­inn yrði að líta til þess að breytt ör­ygg­is­ógn krefðist þess að á nýj­an hátt yrði hugað að viðbúnaði á heima­velli.

Þessi ábend­ing á enn frek­ar við um okk­ur Íslend­inga en Norðmenn, sem halda úti eig­in herafla og standa að fram­kvæmd eig­in varn­aráætl­ana inn­an ramma NATO, og þess vegna fyrst nú í sam­starfi við Finna og Svía. Nýj­ar áætlan­ir kalla á nýja ár­vekni hér á Norður-Atlants­hafi og fyr­ir norðan Ísland.

Hér eru nú í þriðja sinn síðan 2019 banda­rísk­ar B-2 Spi­rit tor­séðar sprengjuþotur til æf­inga næstu vik­ur frá Kefla­vík­ur­flug­velli með flug­herj­um banda­manna í Norður-Evr­ópu.

Við komu þeirra til lands­ins 14. ág­úst sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra á vis­ir.is að hernaðarleg um­svif á Kefla­vík­ur­svæðinu hefðu auk­ist. Áætlan­ir hefðu dýpkað, vinna og fjár­fest­ing­ar vaxið. „Það allt sam­an er nýr veru­leiki,“ sagði ráðherr­ann. „Það skipt­ir miklu máli að sýna þessa sam­starfs­getu og okk­ar vilja til þess að taka á móti svona heim­sókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mik­il vinna og góð æf­ing fyr­ir okk­ur.“

Við þurf­um ekki síður en Norðmenn að taka okk­ur tak vegna nýs veru­leika í ör­ygg­is­mál­um. Búa þarf Land­helg­is­gæslu Íslands skýra lagaum­gjörð til að sinna vax­andi og dýpra sam­starfi við NATO-þjóðir í umboði ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.