26.8.2023

Fullveldi borgaranna í fyrirrúmi

Morgunblaðið, laugardagur 26. ágúst 2023.

Gagn­rýn­in viðbrögð voru mik­il í byrj­un vik­unn­ar þegar sagt var frá því að Mat­væla­stofn­un (MAST) hefði hækkað eft­ir­lits­gjöld vegna heimaslátr­un­ar sauðfjár og slátr­un­ar í svo­nefnd­um hand­verksslát­ur­hús­um. Sé slátrað á þenn­an hátt opn­ar það leiðir til að selja afurðirn­ar milliliðalaust. Verði þess­um leiðum lokað er það öfugþróun og þvert á stefnu sem Kristján Þór Júlí­us­son, þáv. sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, mótaði í maí 2021 þegar hann rýmkaði heim­ild­ir til heimaslátr­un­ar.

Hvort mat­vælaráðuneytið heim­il­ar hækk­un­ina kem­ur í ljós. Umræðurn­ar ein­ar sköpuðu óvissu um framtíðina og ollu reiði vegna íþyngj­andi op­in­berra ákv­arðana. Ann­ars veg­ar leggja stjórn­völd áherslu á byggðafestu en hins veg­ar er vegið að frelsi bænda til að vinna afurðir sín­ar í bein­um tengsl­um við neyt­end­ur og auka þannig tekj­ur sín­ar.

Hver sem niðurstaðan verður varð frétt­in til þess að Fé­lag sjálf­stæðismanna um full­veld­is­mál sagði á Face­book að stefna ESB væri „að leggja niður land­búnað á jaðarsvæðum og að inn­leiða miðstýrðan land­búnaðarkomm­ún­isma“.

Gjald­skrár­hækk­un MAST var ekki ákveðin af ESB held­ur er hún heima­til­bú­in og drepi hún heimaslátrun eða höggvi á bein tengsl bænda og neyt­enda, er hún í and­stöðu við af­stöðu til heimaslátr­un­ar og full­vinnslu bænda, sem er hluti evr­ópskr­ar menn­ing­ar. Ein­stak­ar þjóðir standa vörð um þenn­an þátt henn­ar, hver með sín­um hætti.

Hvarvetna er litið á land­búnað sem mik­il­væg­an hlekk í sam­fé­lags­gerðinni. Hann er menn­ing­ar- og metnaðar­mál fleiri þjóða en Íslend­inga. Þegar ESB var stofnað lögðu Frakk­ar áherslu á land­búnaðinn en Þjóðverj­ar á fram­leiðslu á Volkswagen.

370265788_796537428877366_2444439181685893738_nBjarni Benediktsson, formaður Sjálfsræðisflokksins, flytur setrningarræðu flokksráðsfundar 26. ágúst 2023 (mynd:Facebook/Drífa Hjartardóttir).

Að mati sjálf­stæðismanna um full­veldi er óvin­sælt mál eins og þessi til­laga MAST kjörið árásar­efni á ESB, hvað sem sann­leik­an­um líður. Af sama toga eru rang­ar full­yrðing­ar þeirra um að bók­un 35 við EES-samn­ing­inn brjóti í bága við stjórn­ar­skrána.

Bók­un 35 hef­ur rúm­ast inn­an ís­lensku stjórn­ar­skrár­inn­ar síðan EES-samn­ing­ur­inn var lög­fest­ur fyr­ir rúm­um 30 árum. Þá lá fyr­ir sér­fræðilegt mat um að lög­in um samn­ing­inn brytu ekki í bága við stjórn­ar­skrána.

Síðan liggja fyr­ir tæp­lega 20 lög­fræðiálit um hvort fram­kvæmd samn­ings­ins í ein­stök­um mál­um falli inn­an stjórn­ar­skrár­inn­ar. Öllum stein­um hef­ur verið velt og niðurstaðan hlotið stuðning meiri­hluta þing­manna. Með hverju ári sem líður og hverju áliti sem gefið er, hníga sterk­ari rök að því að EES-aðild­in hafi áunnið sér stjórn­lagasess eins og aðrar óskráðar stjórn­laga­regl­ur.

Í þessu sam­hengi má rifja upp að meiri­hluti ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar alþing­is, skipaður þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks og Alþýðuflokks, sagði í áliti sínu til stuðnings EES-laga­frum­varp­inu fyr­ir rúm­um 30 árum að með EES-samn­ingn­um væri lagður grunn­ur að nýj­um leik­regl­um í sam­skipt­um þátt­töku­ríkj­anna á þeim sviðum sem samn­ing­ur­inn spannaði. Einnig væri komið á fót eft­ir­lits- og dóm­stóla­kerfi til að fylgj­ast með því að all­ir þátt­tak­end­ur í sam­starf­inu færu eft­ir þess­um leik­regl­um. Með þess­um hætti skapaðist nýtt rétt­ar­svið. Aðild að þessu sam­starfi gæti ekki falið í sér neitt af­sal á ís­lensku rík­is­valdi af því að ákvörðun­ar­valdið sem stofn­un­um EFTA eða ESB væri veitt með EES-samn­ingn­um til­heyrði ekki ís­lenska rík­is­vald­inu.

Þessi orð um nýju leik­regl­urn­ar standa óhögguð eins og þeim var beitt sem einni af rök­semd­un­um fyr­ir aðild að EES. Bók­un 35 er hluti af leik­regl­un­um sem urðu til með gildis­töku EES-samn­ings­ins 1. janú­ar 1994.

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, ESA, gerði nokkr­um árum síðar at­huga­semd við fram­kvæmd leik­regln­anna hér, þeir sem væru inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu nytu þeirra ekki til fulls.

Til að rýmka rétt­indi borg­ar­anna hef­ur ut­an­rík­is­ráðherra flutt frum­varp sem á að tryggja sann­gjarna fram­kvæmd á bók­un 35. Að leggj­ast gegn frum­varp­inu í nafni full­veld­is rík­is­ins er í raun aðför að full­veldi borg­ar­anna. Að segja hags­muni rík­is­ins vega þyngra en hag borg­ar­anna sýn­ir hve rík til­hneig­ing er víða til að líta aðeins til rík­is­ins þegar rætt er um full­veldið. Að segja for­gang rík­is­ins í anda sjálf­stæðis­stefn­unn­ar um ein­stak­lings­frelsið stenst ekki.

Flokks­ráð sjálf­stæðismanna kem­ur sam­an í dag. Í aðdrag­anda fund­ar­ins hafa sjálf­skipaðir full­veld­issinn­ar látið eins og það skipti sköp­um fyr­ir framtíð flokks­ins og með vís­an til upp­runa hans og sögu, að bregða fæti fyr­ir frum­varp ut­an­rík­is­ráðherra um bók­un 35.

Þeir sem þekkja og hafa tekið þátt í að móta stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins frá því að rík­is­höft voru tal­in bjarga af­komu þjóðarbús­ins vita að frjáls versl­un og einkafram­tak hafa ávallt setið í fyr­ir­rúmi í stefnu flokks­ins. Hann af­nam höft­in með viðreisn­ar­stjórn­inni um 1960, stóð að aðild að EFTA árið 1970 og veitti þann þingstuðning sem þurfti til aðild­ar að EES eft­ir kosn­ing­ar 1991.

Hvert þess­ara stór­skrefa hef­ur bætt þjóðar­hag og aldrei hef­ur hag­sæld­in verði meiri en á líðandi stundu. Vandi ís­lensks sam­fé­lags á ekki ræt­ur í frjálsri versl­un og opn­um sam­skipt­um við aðrar þjóðir. Hann snýr að varðstöðu um ýms­ar grunnstoðir sam­fé­lags­ins. Þær verður að laga að breytt­um aðstæðum, ekki með því að horfa til baka held­ur fram á veg og glíma ótta­laust við þau verk­efni sem við blasa.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sjálf­ur er ein grunnstoða sam­fé­lags­ins. Hann verður ekki efld­ur til nýrr­ar sókn­ar með því að naga ræt­ur hans með aðferðum sem minna á fjölþátta hernað. Flokk­inn á þvert á móti að opna fyr­ir framtíðarbirtu.