20.11.2021

Hrun-ákvarðanir stóðust prófið

Morgunblaðið, laugardag 20. nóvember 2021.

Ísra­elski menntamaður­inn og sagn­fræðing­ur­inn Yu­val Noah Har­ari, höf­und­ur bók­anna Sapiens , Homo Deus og 21 lær­dóm­ur fyr­ir 21 öld­ina , seg­ir að til þess að skilja heim­inn verði menn að taka sög­ur al­var­lega. Sag­an sem maður treysti móti sam­fé­lagið sem maður skapi.

Þessi boðskap­ur á brýnt er­indi til nú­tíma­manns­ins sem sæt­ir meira áreiti vegna alls kyns frá­sagna og upp­lýs­inga en nokk­ur for­veri hans. Leiðir til miðlun­ar eru ótæm­andi og vand­inn að velja og hafna mik­ill. Hverju er óhætt að treysta?

Doktors­rit­gerð við virt­an há­skóla vek­ur traust. Þar er ekki farið með neitt fleip­ur held­ur birt­ar skoðanir og niður­stöður sem stand­ast gagn­rýni.

Y0PeBuHJ_400x400Ragnar Hjálmarsson

Þriðju­dag­inn 16. nóv­em­ber kynnti dr. Ragn­ar Hjálm­ars­son nýja doktors­rit­gerð sína í stjórn­ar­hátt­um (e. go­vern­ance) við Hertie-há­skól­ann í Berlín á fundi í Odda, húsi fé­lags­vís­inda­deild­ar Há­skóla Íslands. Rit­gerðin nefn­ist Umbreyt­ing­ar­rétt­læti í kjöl­far efna­hags­hruns (Transiti­onal Justice af­ter Economic Cris­is).

Í rit­gerðinni er beitt aðferðum átaka- og friðarfræða. Þau snú­ast um leiðir til að setja niður ágrein­ing og móta sögu til sátta eft­ir áföll. Nürn­berg-rétt­ar­höld­in yfir nas­ist­um eft­ir síðari heims­styrj­öld­ina eru nefnd sem dæmi um slíka til­raun. Aðferðinni hef­ur oft verið beitt við sögu­leg „vatna­skil“. Má þar nefna sann­leiksnefnd­ina í Suður-Afr­íku til að lina sárs­auk­ann af aðskilnaðar­stefn­unni.

Í rit­gerð sinni bein­ir Ragn­ar at­hygli að því hvernig ís­lensk stjórn­völd brugðust við hrun­inu haustið 2008. Þá hófst ferli til að leita sann­leik­ans um það sem fór á versta veg og hvers vegna. Sett voru lög til að tryggja að þeir sem báru ábyrgð svöruðu fyr­ir hana. Leitað var leiða til að tryggja þeim bæt­ur sem verst urðu úti. Hugað var að um­bót­um til að verj­ast því að sömu hörm­ung­ar yrðu aft­ur og styrkja stofn­an­ir í því skyni.

Ragn­ar seg­ir all­ar þess­ar ákv­arðanir falla að aðferðafræði umbreyt­ing­ar­rétt­læt­is. Til­gang­ur­inn var að milda áhrif þjóðaráfalls og stuðla að þjóðarsátt. Hann árétt­ar oft í rit­gerðinni hve merki­legt sé að ís­lensk­ir for­ystu­menn hafi farið þessa leið án ábend­inga eða af­skipta stjórn­valda annarra landa eða alþjóðastofn­ana. Þetta hafi verið það sem hann kall­ar innovati­on in isolati­on , það er ný­sköp­un í ein­angr­un. Ragn­ar seg­ir (133):

„Mest hríf­andi við það sem gerðist á Íslandi er ekki það sem heppnaðist eða mis­heppnaðist af ein­stök­um aðgerðum held­ur hve víðtæk­ar aðgerðirn­ar voru og hvernig að samþykkt þeirra var staðið. For­ystu­menn stjórn­mál­anna stunduðu ný­sköp­un í ein­angr­un, þeir samþykktu víðtæk­ar aðgerðir sem end­ur­spegluðu – án þess að þeim væri það ljóst – heild­ræna (e. holistic) aðferð sem tal­in er sú besta á sviði umbreyt­ing­ar­rétt­læt­is. Að hjól umbreyt­ing­ar­rétt­læt­is skyldi fundið þarna upp að nýju sýn­ir sköp­un­ar­mátt lýðræðis­legra stjórn­mála og varp­ar ljósi á hvernig neyðarástand get­ur á ög­ur­stund aukið fjöl­breyti­leika í stjórn­ar­hátt­um rót­gró­inna lýðræðis­ríkja.“

Fyr­ir­lest­ur Ragn­ars í Há­skóla Íslands í vik­unni bar fyr­ir­sögn­ina: Íslensk stjórn­mál eru skrambi góð. Þótti ýms­um áheyr­end­um þarna gef­inn nýr tónn í umræðum um inn­lend stjórn­mál eft­ir hrun. Rök Ragn­ars voru þau sem birt­ast í til­vitnuðu orðunum hér að ofan.

Meg­in­sjón­ar­miðið við ákv­arðanir alþing­is hefði verið að draga fram það sem gerðist án til­lits til þess hverj­ir ættu í hlut og í krafti þeirra upp­lýs­inga sækja þá til saka sem ábyrgðina báru. Þetta hefði gerst án flokk­spóli­tískra átaka og stuðlað að sátt í sam­fé­lag­inu og slegið á po­púl­isma. Jaðar­hóp­ar í stjórn­mál­um hefðu gert rann­sókn­ar­skýrslu alþing­is að sínu vopni og knúið á um um­bæt­ur í anda henn­ar.

Lands­dóms­málið gegn Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra hefði verið „feigðarfl­an“, eitrað póli­tíska and­rúms­loftið. Aðgerðir til að bæta þeim verst settu fjár­hags­legt tjón hefðu reynst pen­inga­sóun, þeir bet­ur settu og aldraðir hefðu einkum notið bót­anna. Til­raun­in til að koll­varpa stjórn­ar­skránni hefði mistek­ist og hvíldi eins og mara á þjóðinni.

Ragn­ar sagði að tæp­lega 400 bls. skýrsla Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra til alþing­is frá 27. nóv­em­ber 2020 um fram­kvæmd 249 ábend­inga sem varða stjórn­sýsl­una í rann­sókn­ar­skýrsl­um alþing­is vegna hruns­ins sýndi að um 90% ábend­ing­anna hefðu hlotið af­greiðslu af ein­hverju tagi. Það sýndi að ekki hefði verið setið auðum hönd­um við um­bæt­ur eft­ir hrun.

Ferlið sem Ragn­ar Hjálm­ars­son lýs­ir í rit­gerð sinni hófst með sam­hljóða samþykkt laga um rann­sókn­ar­nefnd­ina á alþingi 12. des­em­ber 2008. Með doktors­rit­gerðinni set­ur Ragn­ar punkt í sög­una með vís­an til átaka- og friðarfræða. Rit­gerðina ætti að ís­lenska og setja með gögn­um alþing­is um rann­sókn­ina miklu.

Rit­gerðin staðfest­ir að lýðræðis­leg­ur styrk­ur og stjórn­skipu­legt svig­rúm var til að taka póli­tísk­ar ákv­arðanir, sem stand­ast kröf­ur um bestu stjórn­ar­hætti, þegar þing­menn brugðust við þjóðaráfall­inu í októ­ber 2008.

Lýðveld­is­stjórn­ar­skrá­in frá 1944 sannaði þarna enn gildi sitt, festu og sveigj­an­leika á ög­ur­stund. Þetta er ekki lít­ils virði þegar litið er til orðanna eft­ir Har­ari hér í upp­hafi: Sag­an sem maður treyst­ir mót­ar sam­fé­lagið sem maður skap­ar.