17.4.2020

Skipulega verður að reka undanhald veirunnar

Morgunblaðið, föstudag 17. apríl 2020

Bar­átt­an við kór­ónu­veiruna snýst um að vernda eins mörg manns­líf og unnt er og standa vörð um þá sem eru í fremstu víg­línu, heil­brigðis­starfs­fólkið og sjúkra­hús­in. Varn­irn­ar ráðast af ástands­mati sem felst í skimun, sýna­töku og rakn­ingu.

Hér var komið á fót smitrakn­ing­ar­t­eymi á veg­um al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og sótt­varna­lækn­is. Finn­ist smit hafa full­trú­ar teym­is­ins sam­band við þá sem hafa verið í ná­vígi við smitaða ein­stak­ling­inn. Hringt er í þá og þeim til­kynnt að þeir kunni að hafa smit­ast. Loks er sýna­tök­ulið sent á vett­vang.

Þeir sem grein­ast með smit eru sett­ir í ein­angr­un. Kári Stef­áns­son, for­stjóri deCode, sagði miðviku­dag­inn 15. apríl að rakn­ing­ar­t­eymið hefði unnið „ótrú­legt“ stór­virki, upp­runi aðeins 8 af 1.727 staðfest­um smit­um væri óþekkt­ur.

Traust í garð sótt­varna­yf­ir­valda má mæla af því hve marg­ir hlaða sjálf­vilj­ug­ir rakn­ing­arsmá­for­riti (appi) í farsíma sína. Hér höf­um við nær umræðulaust sett appið Rakn­ing C-19 í sím­ana okk­ar. Með því auðveld­um við að rekja megi eig­in ferðir sam­an við ferðir annarra, komi upp smit eða grun­ur um það.

Appið er viður­kennt af Per­sónu­vernd, en per­sónu­vernd­ar­lög standa al­mennt ekki í vegi fyr­ir vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga vegna al­manna­hags­muna á sviði lýðheilsu. Það er á valdi lög­gjafa viðkom­andi lands að ákveða hve lengi stjórn­völd þar fara með neyðar­vald.

Heiko Maas, ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, legg­ur til að sama rakn­ing­ar­for­rit verði notað í farsíma inn­an ESB til að stuðla að sam­eig­in­leg­um ör­ygg­is­regl­um landa á milli. Best sé að sam­ræma þessi síma­öpp og per­sónu­vernd­ar­regl­ur eins og frek­ast sé kost­ur og auðvelda þannig að landa­mæra- og ferðahindr­un­um verði rutt úr vegi. Eitt reiki- og farsíma­svæði er inn­an EES-svæðis­ins.

Hér hafa Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir og Alma Möller land­lækn­ir lýst app­inu sem „lang­tíma­tæki til að berj­ast við veiruna þegar út­breiðsla henn­ar er orðin mjög tak­mörkuð,“ svo að vitnað sé í mbl.is.

SottVíðir Reynisson almannavörnum, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á daglegum blaðamannafundi vegna COVID-19-faraldursins. (mbl.is)

Bann­regl­ur

Sam­hliða því sem lögð er rík áhersla á skimun, sýna­tök­ur og rakn­ingu, það er for­virk­ar aðgerðir, hafa verið sett­ar margs kon­ar bann­regl­ur.

Í sum­um lönd­um mega menn til dæm­is ekki fara út fyr­ir húss­ins dyr án þess að staðfesta lög­mætt er­indi sitt með bréfi. Öllum er ráðlagt að ganga með per­sónu­skil­ríki. Drón­ar fylgj­ast með ferðum fólks á göt­um borga. Lög­regla sekt­ar brot­lega, og her­menn með al­væpni minna á al­vöru op­in­berra fyr­ir­mæla. Útgöngu­bann er milli 22.00 og 05.00. Ekki má fara úr einni borg til annarr­ar inn­an sama lands nema með sér­stöku leyfi. Landa­mæri eru lokuð. Manna­mót þar sem fleiri en tveir hitt­ast eru bönnuð.

Ástandið í Frakklandi er til dæm­is á þann veg sem lýst er hér að ofan. Þess­ar hörðu aðgerðir rök­studdi Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti með því að Frakk­ar væru í stríði. For­set­inn flutti fjórða áhrifa­mikið sjón­varps­ávarp sitt gegn veirunni að kvöldi mánu­dags 13. apríl og til­kynnti að ástandið yrði óbreytt að minnsta kosti til 11. maí en þá yrði losað um höml­ur á skóla­starfi fyr­ir börn og ung­linga.

Könn­un á viðbrög­um við ávarp­inu sýndi að Frakk­ar vilja áfram fórna frelsi til að sigr­ast á veirunni. Alls 84% þeirra styðja að bann­regl­ur gildi fram til 11. maí og 54% lýsa sig and­víg því að skólastarf hefj­ist skref fyr­ir skref eft­ir 11. maí. Þessi var­kárni er á rök­um reist.

 Bylgja frjáls­ræðis

Strax eft­ir páska fór bylgja auk­ins frjáls­ræðis um stjórn­ar­ráð margra Evr­ópu­landa. Þrír ís­lensk­ir ráðherr­ar og sótt­varna­lækn­ir boðuðu til blaðamanna­fund­ar í Safna­hús­inu þriðju­dag­inn 14. apríl til að kynna fyrsta skrefið í aflétt­ingu á sótt­varna­höml­um hér. Þær hafa þó verið frjáls­leg­ar miðað við mörg önn­ur Evr­ópu­lönd.

Sama dag og blaðamanna­fund­ur ráðherr­anna var hald­inn birt­ist á vefsíðu The New England Journal of Medicine­­, lækna­rits sem nýt­ur virðing­ar um heim all­an, grein eft­ir nokkra vís­inda­menn hjá deCode Genetics-Am­gen um hvernig staðið hef­ur verið að bar­áttu við COVID-19 hér á landi. AFP-frétta­stof­an og vafa­laust fleiri vöktu at­hygli á grein­inni um heim all­an.

Aðferðum hér má líkja við það sem gert er í Singa­púr þótt þar sé gengið harðar fram með inni­lok­un og sekt­um. Eft­ir að slakað var á þess­um ströngu Singa­púr-regl­um braust far­ald­ur­inn út þar að nýju, far­and­verka­menn voru sett­ir í ein­angr­un sam­hliða end­ur­inn­leiðingu ströngu bann­regln­anna.

Ráð sér­fræðinga

Þýski far­alds­fræðing­ur­inn Al­ex­and­er Kek­ulé, pró­fess­or við Halle-há­skóla, varaði 22. janú­ar við COVID-19-far­aldri og hvatti Ang­elu Merkel kansl­ara til að hefja skimun á flug­völl­um og landa­mær­um Þýska­lands. Nú tel­ur hann hættu á að heima­dvöl­in standi of lengi og valdi meira tjóni en veir­an. Biðin eft­ir bólu­efni verði of löng. Hann boðar þriggja liða út­göngu­leið:

Í fyrsta lagi ein­angr­un eldri borg­ara og veik­byggðra vegna annarra sjúk­dóma. Þeir úr hópn­um sem endi­lega vilji fara út klæðist hlífðarföt­um.

Í öðru lagi sveigj­an­legri fjar­lægðarregla með skurðstofugrím­um inn­an húss, óþarfar utan dyra. Kek­ulé hef­ur hannað slag­orðið: Kein Held ohne Maske – Eng­in hetja án grímu.

Í þriðja lagi, fái fólk und­ir 50 ára aldri veiruna sé ólík­legt að það deyi eða verði illa veikt. Hóp­ur­inn verði að mynda mót­efni gegn veirunni, fari ein­hverj­ir á sjúkra­hús valdi það engri hættu fyr­ir heil­brigðis­kerfið, náðst hafi stjórn á út­breiðslu veirunn­ar. Minnst hætta steðji að börn­um og þess vegna eigi að opna skóla og leik­skóla.

Jean-Franco­is Delfrais­sy, for­ystumaður vís­inda­legs ráðgjafa­hóps frönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar gegn veirunni, seg­ir að við los­un á höml­um sé ekki farið „úr svörtu í hvítt, held­ur svörtu í grátt með áfram­hald­andi heima­dvöl“. Henni verði að halda áfram í nokkr­ar vik­ur þótt lagt sé á ráðin um líf eft­ir inni­lok­un. Þrjár for­send­ur eru að hans mati fyr­ir aflétt­ingu:

Í fyrsta lagi sé staðfest fækk­un COVID-19-gjör­gæslu­sjúk­linga. Þá fái örþreytt­ir heil­brigðis­starfs­menn langþráða hvíld og end­ur­nýja megi tæki og birgðir sjúkra­húsa.

Í öðru lagi sé fjölg­un smita COVID-19 fall­in niður fyr­ir einn miðað við 3,3 í upp­hafi.

Í þriðja lagi sé nægi­legt magn af grím­um fyr­ir hendi til að verja al­menn­ing og sýna­taka tryggð til að fylgj­ast náið með dreif­ingu veirunn­ar.

Allt ber að sama brunni: Átök­un­um sjálf­um lýk­ur ekki fyrr en bönd­um er komið á óvin­inn og ástands­mat sýn­ir að hann sé á und­an­haldi, þá verði álag á heil­brigðis­kerfið viðun­andi. Þessu skal fylgt eft­ir skref fyr­ir skref og smit­ból­ur kæfðar af hörku með staðbundn­um aðgerðum. Fullnaðarsig­ur vinnst ekki nema við tök­um öll þátt í að reka und­an­haldið.