16.4.2022

Varðstaðan um þjóðkirkjuna

Morgunblaðið, laugardag 16. apríl 2022.

Nú í dymb­il­vik­unni birt­ist les­anda­bréf hér í blaðinu þar sem sagði að það væri „hefð“ hjá frétta­stofu rík­is­út­varps­ins að „birta reglu­lega „frétt“ um fækk­un í kirkj­unni“.

Venju­lega birt­ist frétt­in ná­lægt stór­hátíðum, ferm­ing­um eða jól­um. Þá sagði í bréf­inu að ný­lega hefði verið sagt í út­varp­inu: „Enn fækk­ar í þjóðkirkj­unni“. Taldi bréf­rit­ari að þar hefði verið vísað til 230 manna fækk­un­ar frá nóv­em­ber. Þótti hon­um það ekki frétt­næmt. Fjöldi fólks hefði dáið síðan í nóv­em­ber, flest­ir aldraðir og vænt­an­lega í kirkj­unni. Þá hefði einnig verið sagt frá „ein­hverri fækk­un“ meðal kaþólskra og spurði bréf­rit­ari hvort ein­hverj­ir Pól­verj­ar hefðu ef til vill flutt til Pól­lands.

Bréf­rit­ari leit á þess­ar frétt­ir sem til­raun til að niður­lægja „ís­lenska kirkju“ og spurði hvort ekki væri um leið komið höggi á þjóðina.

IBrndexKirkjan að Breiðabólstað í Fljótshlíð (mynd: minjastofnun.is).

Þarna er hreyft sjón­ar­miði sem á víða hljóm­grunn. Viðhorf­in kunna að vera kyn­slóðabund­in. Mörg­um sem kynnt­ust því í æsku að á hátíðar­stund­um væru ung­ir skóla­nem­end­ur leidd­ir í kirkju af kenn­ur­um sín­um þykir erfitt að samþykkja að ekki megi leggja rækt við kristna þjóðar- og menn­ing­ar­arf­inn á sama hátt leng­ur. Það sé frá­leitt að prest­ar og boðend­ur krist­inn­ar trú­ar eigi ekk­ert er­indi í skóla og kenn­ar­ar eigi ekk­ert er­indi í kirkj­ur með nem­end­um sín­um.

Rof milli kirkju og mennt­un­ar er ein­fald­lega upp­brot á því sem lagði grunn að nú­tíma­legu þjóðfé­lagi á Íslandi og tryggði að ís­lensk­an hef­ur um ald­ir verið rit- og tal­mál þjóðar­inn­ar. Næg­ir að líta til sögu Fær­eyja og minn­ast þess að þar gerðu dönsk yf­ir­völd allt til að upp­ræta fær­eysku og lagt var bann við að hún væri notuð í kirkj­um.

Við Íslend­ing­ar met­um Rasmus Kristian Rask mik­ils fyr­ir að hafa árið 1811 sent frá sér bók þar sem hann fyrst­ur manna setti fram mál­fræði ís­lensk­unn­ar og „gaf þar með ís­lenskri tungu nýja stöðu“ eins og seg­ir í ævi­sögu Rasks eft­ir Kir­sten Rask sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gaf út í þýðingu Magnús­ar Óskars­son­ar árið 2019.

Þar seg­ir að Rask hafi ekki aðeins komið ís­lensku á heimskort tungu­mál­anna held­ur einnig bein­lín­is skipað henni á stall „sem móður nor­rænna mála“. Þar stóð fær­eyska næst ís­lensk­unni og síðan dalska, það mál sem talað er í Döl­un­um í Svíþjóð, því næst hin eig­in­lega sænska, norska og loks danska.

Í bók­inni um ís­lensku mál­fræðina fjall­ar Rask fyrst­ur manna um fær­eysku á prenti og eignuðust Fær­ey­ing­ar þá „eitt­hvað sem líkt­ist mál­fræði á þeirra eig­in tungu“. Á þess­um árum voru ekki nein­ar út­gefn­ar bók­mennt­ir á fær­eysku en Rask sá til þess að fyrsta kvæðið var prentað á fær­eysku árið 1814.

Þá höfðu Íslend­ing­ar skrifað á eig­in tungu öld­um sam­an og átt mál­fræðirit­gerð allt frá síðari hluta 12. ald­ar.

„Fyrsta mál­fræðirit­gerð Snorra-Eddu“ dreg­ur nafn sitt af því að vera fremst fjög­urra rit­gerða um ís­lenskt mál í hand­riti sem kallað hef­ur verið Orms­bók Snorra-Eddu. Höf­und­ur er ókunn­ur en er jafn­an nefnd­ur „fyrsti mál­fræðing­ur­inn“ þar sem rit­gerðin er hin elsta um ís­lenskt mál sem varðveist hef­ur, seg­ir Guðrún Kvar­an pró­fess­or á vís­inda­vef Há­skóla Íslands.

Hún seg­ir mark­mið höf­und­ar „að gera Íslend­ing­um nýtt staf­róf þar sem fleiri hljóð og önn­ur hljóð séu í ís­lenska hljóðkerf­inu en hinu lat­neska“. Rit­gerðin sé því ómet­an­leg heim­ild um sögu ís­lenska hljóðkerf­is­ins en einnig um rit­un manna á 12. öld og þau vand­kvæði sem við var að etja.

Íslensk tunga hefði aldrei lifað nema vegna kristni og kirkju. Von­andi hef­ur ekki verið lagt bann við að fræða nem­end­ur i skól­um lands­ins um þenn­an mik­il­væga þátt ís­lenskr­ar sögu. Sé slíkt bann í gildi er jafn­framt lokað á nauðsyn­lega þekk­ingu til að skilja sam­tím­ann og njóta hans. Þeir sem fræðast ekki um slíka grunnþætti öðlast ekki skiln­ing á fjöl­mörgu sem ein­kenn­ir umræður á líðandi stund og gef­ur þeim gildi. Þeir fara auk þess á mis við inn­tak mestu lista­verka manns­and­ans.

Á tím­um kaþólsk­unn­ar urðu stund­um hörð átök milli kirkju­legra og ver­ald­legra höfðingja. Siðaskipt­in bundu enda á þau. Kon­ung­ur tók sér stöðu kirkju­höfðingj­anna og lagði und­ir sig eign­ir kirkj­unn­ar. Sam­komu­lag frá ár­inu 1997 um ráðstöf­un kirkju­eign­anna varð síðan grund­völl­ur fjár­hags­legra sam­skipta rík­is og kirkju í sam­tím­an­um og stuðlaði að þeirri skip­an sem nú er.

Viðbót­ar­samn­ing­ur við kirkjuj­arðasam­komu­lagið var gerður í sept­em­ber 2019 þar sem seg­ir meðal ann­ars að þjóðkirkj­an hafi sjálf­stæðan fjár­hag, beri fulla ábyrgð á eig­in fjár­mál­um og ákveði sjálf fjölda starfs­manna sinna. Þjóðkirkj­an hafi sjálf­stæða heim­ild til hvers kon­ar tekju­öfl­un­ar um­fram fram­lagið og standi sjálf straum af kostnaði við rekst­ur sem sé um­fram greiðslur rík­is­sjóðs.

Mörg­um and­stæðing­um þjóðkirkj­unn­ar er illa við að henni sé búið þetta fjár­hags­lega ör­yggi. Hafa stjórn­mála­menn engu að síður staðið vörð um það.

Í upp­hafi var vitnað til bréfs sem birt­ist hér í blaðinu 12. apríl þar sem varað var við niður­læg­ingu kirkj­unn­ar. Sama dag birti bisk­ups­rit­ari, Pét­ur Georg Mark­an, bakþanka í Frétta­blaðinu, óhróður um Bjarna Bene­dikts­son, formann Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra.

Ráðamaður þjóðkirkj­unn­ar byrj­ar nýj­an kafla í kirkju­sög­unni, bland­ar sér beint í flokk­spóli­tísk­ar deil­ur með árás á fjár­málaráðherra og sam­starfs­flokka hans. Þungi þess­ara kafla­skipta verður meiri þegar dymb­il­vik­an, helg­asti tími kirkju­árs­ins í aug­um margra, er val­in til að kynna stefnu­breyt­ing­una. Niður­læg­ing­in birt­ist í ýms­um mynd­um.